Bætist í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI
Jáverk ehf., Tengill ehf. og ÁK Smíði ehf. hlutu á dögunum D - vottun SI og Vestfirskir verktakar ehf. C - vottun. Sífellt fleiri fyrirtæki fara í gegnum áfangaskipta gæðavottun SI í þeim tilgangi að bregðast við aukinni samkeppni og gera reksturinn betri og arðvænni.
D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.
JÁVERK ehf. er verktakafyrirtæki sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er. Starfsmenn eru um 110 en fyrirtækið hefur einnig byggt upp öflug sambönd við fjölda undirverktaka og birgja. Skrifstofur eru bæði á Selfossi og í Reykjavík.
Tengill ehf. var stofnaður 1. september 1987 og starfsemin þá sem og nú alhliða rafverktakavinna.
Á árinu 2005 var stofnuð Tölvudeild undir merkjum fyrirtækisins.
Tengill ehf. þjónustar mörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í sambandi við viðhaldsvinnu, nýlagnir, kælivélaþjónustu, heimilistæki, raflagnir í bátum, bílum, landbúnaðartækjum, ljósleiðaratengingum, tölvuviðgerðir og margt fleira.
ÁK Smíði var stofnað 4. apríl 2004 af Ármann Ketilssyni húsasmíðameistara. ÁK Smíði er staðsett á Akureyri. Í byrjun störfuð tveir starfsmenn hjá ÁK Smíði en fjölgaði hratt næstu árin. Í dag starfa þar að jafnaði 16-20 manns. Verkefni ÁK Smíði eru viðhald og breytingar, parkettpúsningar og nýsmíði.
C-vottun SI sem staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum.
Vestfirskir verktakar ehf. voru stofnaðir þann 8. október árið 2003 þar sem rann saman starfsemi þriggja fyrirtækja, Eiríkur og Einar Valur hf., GS trésmíði og Múrkraftur.
Eigendur fyrirtækisins eru þeir Sveinn Ingi Guðbjörnsson sem áður starfaði hjá Eiríki og Einari Val hf., Garðar Sigurgeirsson sem átti og rak GS trésmíði í Súðavík og Hermann Þorsteinsson sem átti og rak fyrirtækið Múrkraft á Ísafirði.
Markmið Vestfirskra verktaka er að veita alhliða fyrsta flokks þjónustu á sviði nýbygginga, almenns viðhalds og endurbóta. Höfuðstöðvar Vestfirskra verktaka eru á Skeiði 3, Ísafirði.