Fréttasafn25. nóv. 2013

Kristrún Heimisdóttir nýr framkvæmdastjóri SI

Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, er nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hún er mörgum kunn innan samtakanna frá því hún var lögfræðingur þeirra í nærri fimm ár, 2001 til 2006. Kristrún var valin af stjórn samtakanna úr hópi 45 umsækjenda um starfið.

„Ég er full tilhlökkunar að taka til starfa með félagsmönnum í SI sem fyrirliði í sterku liði starfsmanna. Samtök iðnaðarins eru stærstu atvinnurekendasamtök á Íslandi og mitt fyrsta verk verður að heimsækja sem flest fyrirtæki með teymi starfsmanna til að heyra beint frá félagsmönnum hvernig þeir upplifa stöðu atvinnulífsins. Það eru raddirnar sem SI þarf að miðla út á við til að skapa betri sameiginlegan skilning allra Íslendinga á því hvað þarf að gerast til góðs fyrir allt atvinnulífið.“ Segir Kristrún Heimisdóttir nýráðinn framkvæmdastjóri SI.