Fréttasafn  • CO2

25. jún. 2010

Ísland mun standa við sitt

Umhverfisstofnun spáir því að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar í Kýótó-bókuninni á tímabilinu 2008 til 2012. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Umhverfisstofnunar sem nú hefur skilað skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2008 til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi jókst um 8% milli áranna 2007 og 2008 og hefur aukist um 43% frá 1990. Aukningin er mest vegna stóriðju en framleiðsluaukning frá 1990 er nærri því að vera níföld. Mjög góður árangur hefur náðst á Íslandi við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda við álframleiðslu. Hún hefur minnkað þrefalt fyrir hvert tonn af áli, þ.e. úr 6,3 niður í 1,9 tonn CO2 á hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990. Skýrslu Umhverfisstofnunar má finna á hér.