Fréttasafn



  • Sigurvegarar í leikjakeppni HR og IGG 2010

7. jún. 2010

Tölvuleikurinn Path to Ares sigrar í tölvuleikjakeppni IGI

Tölvuleikurinn Path to Ares sigraði í fyrstu árlegu tölvuleikjakeppni Samtaka leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI, Icelandic Gaming Industry) en úrslitin voru kynnt í lok tölvuleikjadags IGI og Háskólans í Reykjavík um mánaðarmótin. Alls bárust ellefu hugmyndir í keppnina frá tæplega þrjátíu aðilum.

Sigurleikurinn fjallar um innrás geimvera og sá sem spilar leikinn tekur að sér hlutverk prófessors sem vaknar upp við það að verið sé að breyta honum í erfðafræðilegan hermann.

Leikurinn Fly on the Wall fékk sérstök aukaverðlaun en í honum er sá sem spilar leikinn fluga sem reynir að lifa af í heimi karlmanns sem vill hafa snyrtilegt í kringum sig. Leikurinn gengur út á að annað hvort flugan eða maðurinn lifa af. Flugan þarf að safna bakteríum og vírusum til að gera manninn veikan og finna mat til að halda lífi.

Þrjár hugmyndir að tölvuleikjum fengu sérstök hvatningarverðlaun. Það eru Preschool sem er safn leikja fyrir yngri börn. Music Missile sem er flug- og tónlistarleikur fyrir IPhone. Og að lokum The Adventures of the Blue Pigeon sem fjallar um ofurhetju sem býr í Westward Point.