Fréttasafn



  • Kynningarfundur um stuðningsumhverfi nýsköpunar 2010

10. jún. 2010

Vel sóttur fundur um stuðningsumhverfi í nýsköpun

Um 200 manns sóttu kynningarfund um stuðningsumhverfi nýsköpunar sem haldinn var á Grand Hótel 26. maí í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni 2010 (SME Week).

Helstu nýjungar í stuðningsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja voru kynntar, þ.á.m. framkvæmd laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Að lokinni sameiginlegri dagskrá skiptu þátttakendur sér á tvær málstofur, annars vegar fyrir einstaklinga með nýjar viðskiptahugmyndir og fyrirtæki í startholunum og hins vegar fyrir þroskaðri sprotafyrirtæki og fyrirtæki í nýsköpun til að ræða nánar um þarfir og reynslu fyrirtækja á ólíkum stöðum í þróunarferlinu. Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, og Útflutningsráð ásamt Hátækni- og sprotavettvangi stóðu að fundinum í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni SME Week 2010 sem haldin var hátíðleg um alla Evrópu dagana 25. maí – 1. júní.

Fulltrúar fyrirtækjanna CLARA, Knitting Iceland, Gogogic, Nox Medical, Marorka, Bláa Lónið, Transmit, Remake Electric og Studio Bility miðluðu af reynslu sinni. Í tengslum við málstofurnar bæði á undan og eftir kynntu hátt í tuttugu aðilar úr stuðningsumhverfinu þjónustu sína, en umræðurnar í málstofunum voru m.a. um reynsluna af þessu stuðningsumhverfi. Gerð var yfirlitsmynd yfir þarfir og dæmigerðan þróunarferil nýsköpunarfyrirtækis. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.

Nýsköpunarspilið

Þá var einnig tekinn hefur verið saman upplýsingapakki í tilefni af fundinum með yfirliti yfir það helsta sem stuðningsumhverfið hefur upp á að bjóða.  Hægt er að nálgast upplýsingapakkann og horfa á horfa á upptökur frá fundinum vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, www. nmi.is.

Aðilar sem kynntu þjónustu sína: Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Útflutningsráð - Rannís - Samtök iðnaðarins - Innovit - Klak, nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins - Hugmyndahús háskólanna - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins - Frumtak - Einkaleyfastofa - Kauphöllin - Hönnunarmiðstöð - Byggðastofnun - Toppstöðin - Vinnumálastofnun - Matís