Fréttasafn



  • Fartölva

11. jún. 2010

Endurmenntun í Tækniskólanum

Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður upp á mismunandi námsleiðir, meðal annars er boðið upp á 45 eininga nám í rekstri og stjórnun sem er opið öllum sem lokið hafa starfsmenntun eða sambærilegri menntun og hafa reynslu úr atvinnulífinu. Námið er blanda af fjarnámi og staðbundnum lotum.

Námið er krefjandi og gerir sömu námskröfur og gerðar eru á háskólastigi en boðið er upp á sveigjanleika í skipulagningu og skilum á verkefnum. Gert er ráð fyrir að nemendur séu tölvufærir og geti lesið námsefni á ensku. Námið er þróað af Tækniskólanum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

Einnig er boðið upp á nám í Útvegsrekstrarfræði og Flugrekstrarfræði.

Sjá nánari upplýsingar á vefsetri Tækniskólans.