Fréttasafn  • Íslenskir sigurvegarar á finnsku móti

24. jún. 2010

Íslenskir skrúðgarðyrkjunemar sigra á finnsku móti

Lið nýútskrifaðra skrúðgarðyrkjunema úr Landbúnaðarháskóla Íslands sigraði á finnsku móti í hellulögn, hleðslu og gróðursetningu sumarblóma helgina 12-13.júní. Fimm finnskir skólar í skrúðgarðyrkju og eitt lið, sem skipað var finnskum kennurum í skrúðgarðyrkju, kepptu auk þess íslenska.

Birgir Axelsson og Guðmundur Vignir Þórðarson skipuðu liðið og fengu þeir 41,6 stig af 45 mögulegum. Stigin voru gefin fyrir nákvæmni, vinnubrögð og hugmyndaauðgi. Guðmundur og Birgir urðu í 1. og 2. sæti á Íslandsmóti iðngreina sem haldið var í Smáralind um miðjan mars. Félag skrúðgarðyrkjumeistara bauð þeim í kjölfarið að fara til Finnlands.