Fréttasafn19. ágú. 2015 Menntun

Tækifæri til að öðlast verðmæta starfsþjálfun

 

Samtök iðnaðarins leita eftir þremur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum.

 

Ertu fjölhæfur laganemi?

 

  • greining og úrlausn lögfræðilegra álitaefna á ýmsum sviðum

  • gerð umsagna og minnisblaða

  • framúrskarandi færni í rituðu máli er nauðsyn

 

Ertu glöggur greinandi?

 

  • vinna með hagtölur og tölfræði
  • greiningarvinna, úrvinnsla og skýrsluskrif
  • framsetning upplýsinga á áhrifaríkan hátt

 

Ertu góður tengill?

 

  • verkefnastjórnun og innri markaðssetning
  • miðlun upplýsinga á áhrifaríkan og frjóan hátt
  • vinna við samfélagsmiðla og vefsíður

 

Við bjóðum:

 

• handleiðslu fagmenntaðra mentora

 

• möguleika á að byggja upp ö­flugt tengslanet

 

• spennandi leið til að kynnast íslensku atvinnulífi

 

• þátttöku í að móta krefjandi og áhugaverð verkefni

 

Við væntum þess að þið:

 

• stundið meistaranám á sviði sem nýtist í ofangreindum verkefnum

 

• hafið brennandi áhuga á íslensku atvinnulífi

 

• séuð lausnamiðuð, hafið góða samskiptafærni, sýnið frumkvæði og getið unnið sjálfstætt

 

• hafið góða þekkingu á tölvutækni og samskiptanetum

 

• búið yfir góðri kunnáttu í íslensku, ensku og skandinavísku

 

Starfshlutfallið er 40–50% í 6–9 mánuði og getur hafist um miðjan september.

Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið starfsnam@si.is fyrir 30. ágúst nk. Náms- og starfsferilsskrá þarf að fylgja, sem og greinargerð um hvers vegna áhugi er á viðkomandi starfi.