Fréttasafn14. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk

Kallað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ

Að venju verður „FJÖREGG MNÍ,“ veitt á Matvæladegi fyrir lofsvert framtak á matvæla- og/eða næringarsviði. Fjöreggið, íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, verður eins og áður veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins.

Öllum er frjálst að tilnefna vörur eða gott framtak sprotafyrirtækja, stofnana eða fyrirtækja sem sýnt hafa frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði og eru þess verðug að keppa til verðlaunanna. Mikilvægt er að setja fram rökstuðning með ábendingunni.

Tilnefningar á að senda á netfangið mni@mni.is fyrir 9. september.

Fyrirtækjum og rannsóknafólki í matvæla- og næringargeiranum býðst að sýna  rannsóknartengd veggspjöld á ráðstefnusvæðinu án endurgjalds. Efni veggspjaldanna þarf ekki að tengjast þema dagsins. Þeir sem vilja nýta sér þetta eru hvattir til að hafa samband við Fríðu Rún Þórðardóttur, frida@heilsutorg.is til að fá nánari upplýsingar.