ReMake Electric valið helsta fjárfestingatækifæri í Evrópu 2012
ReMake Electric hannar, framleiðir og markaðssetur nýja mæli- og tölvubúnaði auk hugbúnaðar fyrir raforkueftirlit til að ná fram sparnaði og nýtni í raforkunotkun segir í tilkynningu. Vinod Cartic, matsmaður hjá Frost & Sullivan, segir að sá eiginleiki að samhæfa nýja tækni við núverandi raföryggiskerfi sé lykilatriði í árangri ReMake Electric.
Ásamt ReMake voru fyrirtæki á borð við Siemens, ABB, Sennheiser og Hewlett Parkard sem unnu til verðlauna fyrir sína nýsköpun, samkeppnishæfni og framsýni en ReMake Electric skarar fram úr í heildarlausnum til greiningar og eftirlits á raforkunotkun og álagi.