Fréttasafn



  • ReMAke2012

17. okt. 2012

ReMake Electric valið helsta fjárfestingatækifæri í Evrópu 2012

Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric er að mati evrópska orkubúnaðar- og tækjageiranum helsta fjárfestingartækifæri í Evrópu árið 2012. Matið fór fram hjá markaðs- og ráðgjafarisanum Frost & Sullivan sem starfar í 6 heimsálfum, en verðlaunin eru hluti af árlegu „Best Practices Awards“ frá Frost & Sullivan í Evrópu.

 

ReMake Electric hannar, framleiðir og markaðssetur nýja mæli- og tölvubúnaði auk hugbúnaðar fyrir raforkueftirlit til að ná fram sparnaði og nýtni í raforkunotkun segir í tilkynningu. Vinod Cartic, matsmaður hjá Frost & Sullivan, segir að sá eiginleiki að samhæfa nýja tækni við núverandi raföryggiskerfi sé lykilatriði í árangri ReMake Electric.

Ásamt ReMake voru fyrirtæki á borð við Siemens, ABB, Sennheiser og Hewlett Parkard sem unnu til verðlauna fyrir sína nýsköpun, samkeppnishæfni og framsýni en ReMake Electric skarar fram úr í heildarlausnum til greiningar og eftirlits á raforkunotkun og álagi.