Hugmyndasmiðir framtíðarinnar verðlaunaðir
Tilgangur nýsköðunarkeppninnar er að efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og hvernig þroska megi hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir.
Farandbikar til nýsköpunarskóla ársins í flokki minni og stærri skóla
Farandbikarinn í flokki stærri skóla, fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni, hlaut Hofsstaðaskóli í Garðabæ. Er þetta fjórða árið í röð sem Hofsstaðaskóli hlýtur bikarinn.
Farandbikarinn í flokki minni skóla, fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni, hlaut Brúarásskóli Fljótsdalshéraði. Þetta er í fyrsta skipti sem Farandbikarinn er veittur skólum í flokki minni skóla.
Verðlaunahafar í ár
Landbúnaður:
1. sæti Kristinn Knörr Jóhannesson, Grunnskólinn austan vatna (fjárskanni)
2. sæti Örn Arnarson, Brúarásskóli (áburðargreinir)
3. sæti Arndís Ósk Magnúsdóttir (Sauðburður/lambaskjól)
Tölvur og tölvuleikir:
1. sæti María Jóngerð Gunnlaugsdóttir, Egilsstaðaskóli (Líkamsleikur)
2. sæti Eva Björk Hjelm og Jónína Björk Halldórsdóttir, Grunnskóli Hornafjarðar
(iPad dans app)
3. sæti Jökull Snær Gylfason, Garðaskóli (glerauganbíó)
Uppfinning:
1. sæti Óttar Egill Arnarson, Hofsstaðaskóli (beltisbíll)
2. sæti Laufey Snorradóttir, Ingunnarskóli (broddhitaskór)
3. sæti Jóel Ingason, Grunnskóli Hornafjarðar (vegur með götum)
Útlits- og formhönnun:
1. sæti Ægir Örn Kristjánsson, Hofsstaðaskóli (Plastver)
2. sæti Sunneva Sól Árnadóttir, Flúðaskóli (barnaþurrkuermar)
3. sæti Ásgeir Páll Magnússon og Dagur Ingi Valsson, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar (teygjunet)
Verðlaun NKG:
Fyrstu verðlaun er iPad og þriðju verðlaun Bamboo teikniborð í boði Samtaka iðnaðarins og Epli.is. Í önnur verðlaun er glæsilegt námskeið í tölvuleikjaforritun frá Skema.is. Auk þess fá 12 stigahæstu þátttakendurnir ferð í Fab Lab í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og gjafabréf í Háskóla unga fólksins í boði Háskóla Íslands.
Guðrúnarbikar
Anna Hulda Ólafsdóttir afhenti bikarinn til minningar um móður sína Guðrúnu Þórsdóttir.
Guðrúnarbikarinn hlaut María Jóngerð Gunnlaugsdóttir úr Egilsstaðaskóla. Hugmynd hennar„líkamsleikur“ vann til fyrstu verðlauna í flokki tölvu- og tölvuleikja. Guðrúnarbikarinn er veittur hugmyndasmið sem er talinn hafa skarað framúr fyrir hugmyndaríki, dugnað, kurteisi og samviskusemi. María Jóngerð hlaut Guðrúnarbikarinn til eignar með þá von að bikarnum fylgi sá kraftur og hvetjandi innblástur sem fylgdi Guðrúnu Þórsdóttur, sem var ein af upphafsaðilum keppninnar.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er haldin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. NKG verkefnalausnir sjá um framkvæmd og rekstur NKG. Aðalbakhjarl er Marel. Bakhjarlar eru eftirfarandi: Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landsbankinn og Samtök iðnaðarins.