Fréttasafn



  • Vestfirskir verktakar hljóta D - vottun

23. okt. 2012

Vestfirskir verktakar hljóta D – vottun

Vestfirskir verktakar ehf. hafa staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.Fyrirtækið er það fyrsta á Vestfjörðum sem sem fær vottun SI.

 

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Við þetta eykst framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði.

Vestfirskir verktakar voru stofnaðir þann 8. október árið 2003 þegar starfsemi þriggja fyrirtækja, Eiríkur og Einar Valur hf., GS trésmíði og Múrkraftur, sameinaðist. 

Markmið Vestfirskra verktaka er að veita alhliða fyrsta flokks þjónustu á sviði nýbygginga, almenns viðhalds og endurbóta.

Hjá fyrirtækinu starfa í dag 25 manns.

Höfuðstöðvar Vestfirskra verktaka eru á Skeiði 3, Ísafirði.