Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH)
ÚH verkefninu er skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta verkefnisins er áherslan á gerð markaðs- og aðgerðaráætlunar fyrir þá vöru eða þjónustu sem á að markaðsetja. Þá er unnið að gerð sérsniðinnar verkfærakistu fyrir hvern og einn, en hún samanstendur af mikilvægri þekkingu og gögnum fyrir erlenda markaðsetningu. Unnið er tvo daga í mánuði yfir átta mánaða tímabil.
Seinni hluti verkefnisins ber yfirskriftina „Markaðssetning erlendis“. Í honum nýta þátttakendur þegar unnar áætlanir um markaðs- og söluaðgerðir á erlendum mörkuðum til að koma á samstarfi við erlenda ráðgjafa og afla viðskiptasambanda. Þessi hluti verkefnisins er valkvæður fyrir þátttakendur.
Mikil eftirspurn er á hverju ári eftir sæti í ÚH en fjöldi þátttakenda í hverju verkefni er takmarkaður við tíu.
ÚH hefst 24. október 2012. Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsóknir til Andra Marteinssonar
Vinsamlega hafið samband við Andra Marteinsson verkefnisstjóra, andri@islandsstofa.is eða Hermann Ottósson forstöðumann Markaðsþróunar Íslandsstofu, hermann@islandsstofa.is til að fá frekari upplýsingar.