Fréttasafn  • CRI-opnun

16. apr. 2012

Verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi opnuð

Metanólverksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi var opnuð formlega sl. fimmtudag við hátíðlega athöfn í Eldborg.

Meðal gesta voru umhverfisráðherra, sveitarstjórnarmenn, þingmenn, fjárfestar og erlendir gestir.

Framleiðsla hófst í nóvember í fyrra og hefur verið unnið að endurbótum á verksmiðjunni. Reiknað er með að hún komist í full afköst í vor og geti þá framleitt tvær milljónir lítra af metanóli á ári miðað við núverandi vetnisframleiðslu.

Í verksmiðjunni er koltvísýringur frá virkjun HS Orku notaður til að vinna vistvæna eldsneytið metanól. Áform eru um að metanólið verði síðan notað til íblöndunar við bensín til að gera það vistvænna.