Fréttasafn



  • Mannvirkjagerd2

12. apr. 2012

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði mótmælir lokun á jarðvegstipp

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði - MIH hefur sent bæjarstjórn Hafnarfjarðar bréf þar sem mótmælt er lokun á jarðvegstipp. Nýr jarðvegstippur er nú við Litlu kaffistofuna. Að mati MIH mun þetta hafa mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir alla þá sem standa í hvers konar framkvæmdum. Einnig bendir MIH á að þessi ákvörðun hefur í för með sér mikla slysahættu á þjóðvegum, aukna mengun og orkunotkun á sama tíma og almennt er verið að reyna minnka notkun eldsneytis. Sjá meðfylgjandi bréf MIH til bæjarstjórnar.