Fréttasafn



  • Ál

3. apr. 2012

Samstarfsverkefni íslenskra hönnuða og álframleiðenda í Svíþjóð

Samtök iðnaðarins, Samál, Hönnunarmiðstöð Íslands hafa gert samning við sænska álframleiðendur um fyrsta hluta þróunarverkefnis á milli íslenskra hönnuða og sænskra álframleiðenda, sem snýr að vinnustofu „workshop“  fyrir valda hönnuði og fer fram í Svíðþjóðí 21.- 27. apríl n.k.
 

Fimm hönnuðir voru valdir úr hópi umsækjenda til að taka þátt í verkefninu:

  • Katrín Ólína Pétursdóttir, vöruhönnuður
  • Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður
  • Snæbjörn Þór Stefánsson, vöruhönnuður
  • Valdimar Harðason, arkítekt
  • Þóra Birna Björnsdóttir, innanhúsarkítekt

Markmið verkefnisins er að efla þekkingu og skilning á efninu áli, með áherslu á umhverfi, nýsköpun, hönnun og tæknimiðlun. Einnig er því ætlað að miðla þekkingu á tækni, iðnaði og iðnaðarframleiðslu milli norrænu landanna. Svíþjóð, Ísland og Noregur eru þátttakendur í þessu verkefni.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Nordisk innovationsfund en samningur verður gerður um annan hluta verkefnisins þegar skjöl frá sjóðnum liggja fyrir.

Verkefnið er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Samáls, Samtaka iðnaðarins, Designregion Sweden, Möbelriket - Småland, Svenskt Aluminum og sænska sendiráðsins á Íslandi.

Sjá nánar, http://www.honnunarmidstod.is/Frettir/Lesafrett/2637