Fréttasafn7. jan. 2016 Iðnaður og hugverk

Nýr formaður og breytingar í stjórn Samtaka sprotafyrirtækja

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja 2015 fór fram í desember í húsakynnum Greenqloud, Kringlunni 5.  Kosið var milli tveggja hæfra einstaklinga í formannskosningu, þeirra Erlendar Steins Guðnasonar, framkvæmdastjóra Stika ehf.  og Gísla Kr.  hjá Greenqloud ehf.   Félagsmenn kusu Erlend sem formann, en Gísli var kosinn í stjórn í stjórnakjöri sem fór fram að loknu formannskjöri.  Aðrir sem kosnir voru til stjórnastarfa voru;  Diðrik Steinsson, Mure ehf., Íris Ólafsdóttir, Kúla 3D ehf., Kristján Guðmundsson, Remake Electric ehf. og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir- Carbon Recycling International.   Sigrún Jenný Barðadóttir, hjá Eimverk Distillery ehf. var kosin á síðasta aðalfundi til tveggja ára í stjórn SSP og heldur því sjáfkrafa áfram í stjórn.  

Fráfarandi formaður Sigmar Guðbjörnsson, hjá Sjörnu-Odda þakkaði meðstjórnmönnum fyrri stjórnar fyrir frábært samstarf og fráfarandi stjórnarmönnum þeim Guðmundi Páli Líndal hjá Brum Invest og Stefáni Þór Helgasyni hjá Klak-Innovit fyrir þeirra framlag til SSP á liðnum árum.

Að loknum reglubundnum aðalfundarstörfum flutti Einar Örn Davíðsson, lögmaður áhugavert erindi um verðmat nýsköpunar- og sprotafyrirtækja sem vakti góða umræðu og áhuga fundarmanna.   Þetta verður m.a. eitt af þeim málefnum sem stjórn SSP kemur til með að skoða meira í framhaldinu.