22. jan. 2016 Iðnaður og hugverk

Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT

Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT var haldinn í gær. Á fundinum var Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Hugsmiðjunni kjörin nýr formaður samtakanna. Hún tekur við af Hauki Þ. Hannessyni, AGR og eru honum þökkuð góð störf.

Aðrir í stjórn voru kosnir Heimir Fannar Gunnlaugsson, Microsoft, Pétur Orri Sæmundsen, Kolibri, Sigurður Stefánsson, CCP, Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa, Erla Andrea Pétursdóttir, Applicon og Þorvarður Sveinsson, Vodafone.

Ársskýrslu SUT má nálgast hér.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.