Fréttasafn22. jan. 2016 Iðnaður og hugverk

Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT

Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT var haldinn í gær. Á fundinum var Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Hugsmiðjunni kjörin nýr formaður samtakanna. Hún tekur við af Hauki Þ. Hannessyni, AGR og eru honum þökkuð góð störf.

Aðrir í stjórn voru kosnir Heimir Fannar Gunnlaugsson, Microsoft, Pétur Orri Sæmundsen, Kolibri, Sigurður Stefánsson, CCP, Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa, Erla Andrea Pétursdóttir, Applicon og Þorvarður Sveinsson, Vodafone.

Ársskýrslu SUT má nálgast hér.