Fréttasafn14. jan. 2016 Mannvirki Starfsumhverfi

Ný sýn á fjármögnun innviðaframkvæmda

 Síðustu 6-7 ár hafa fjárfestingar á Íslandi verið takmarkaðar, sérstaklega í opinberum fjárfestingum og í innviðum. Ekki eru horfur á þær aukist mikið að óbreyttu. Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga stóðu fyrir vel heppnuðum fundi í gær þar sem ræddir voru fjölbreyttari möguleikar á fjármögnun slíkra framkvæmda.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, flutti ávarp í fjarveru Ólafar Nordal. Ekki var annað að heyra í máli hennar en að ráðuneytið sé mjög opið fyrir því að koma á samstarfi opinberra- og einkaaðila við innviðaframkvæmdir.

Sissel Husoy, sérfræðingur Deloitte Financial Advisory in Norway, fjallaði um fyrirkomulag og framkvæmdi PPP verkefna í Noregi. Umtalsverð reynsla er af því í Noregi að nýta sér PPP aðferðafræði og fór hún yfir hana og hvað væri framundan.

Erindi hennar má finna hér

Þorsteinn Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti fjallaði um niðurstöður starfhóps innanríkisráðuneytis um aðkomu einkaaðila að samgönguverkefnum. 

Erindi hans má finna hér

Þorkell Sigurlaugsson, formaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands fjallaði um innviðafjárfestingar og hvort tækifæri væri fyrir lífeyrissjóði og aðra fagfjárfesta að taka þátt í slíkum verkefnum. Sýndi Þorkell m.a. fram á að samkeppnishæfni landsins byggðist ekki síst á því til lengdar að hafa trausta innviði. 

Erindi hans má finna hér

Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, fór yfir það hver áhrif fjárfestingaleysis síðustu ára væri og lagði mat á uppsafnaða þörf. Í máli hans kom fram að í heild sinni væri fjárfesting langt undir því sem viðunandi gæti talist og að líklega vanti yfir 100 milljarða í opinbera fjárfestingu síðustu ár til að viðhalda og efla nauðsynlega innviði í landinu.

Erindi Bjarna Más má finna hér