Fréttasafn



11. jan. 2016 Starfsumhverfi

Breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn SI.  Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér  málið frekar bent á vefi Alþingis og RSK.

Tekjuskattur einstaklinga

Laun:                

  • 0-336.035                         37,13%
  • 336.036-836.990               38,35%
  • 836.991 og yfir                  46,25%

Persónuafsláttur

Mánaðarlegur persónuafsláttur verður kr. 51.920.

Skattkort

Útgáfu skattkorta er hætt en þess í stað mun RSK veita upplýsingar um persónuafslátt og nýtingu hans á staðgreiðsluári og hverju launatímabili.

Tryggingagjald

Tryggingagjald verður 7,35%.

Tekjuskattur fyrirtækja

Félög með takmarkaða ábyrgð og samvinnufélög greiða 20% en aðrir lögaðilar 36%.

Útvarpsgjald verður  kr. 16.400.

Virðisaukaskattur

Áfengi færist úr hærra þrepi, 24%, í það lægra, 11%, en á móti hækkar áfengisgjald.  Endurgreiðsla  vsk. vegna vinnu á byggingastað vegna nýbygginga, viðhalds og endurbóta er óbreytt á milli ára eða 60%.

Vörugjöld

Vörugjöld á fatnað og skó, vissar tegundir af ís, varahluti fyrir reiðhól og bleyjur falla niður.

Ýmsar hækkanir

Ýmis gjöld svo sem kolefnisgjald á eldsneyti, olíugjöld, bifreiðagjöld o.fl. hækka um 2,5%.