Fréttasafn



27. jan. 2016 Menntun

Menntastofa SI - Þú færð pottþétt starf

 

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn á Nordica Hilton Reykjavík, fimmtudaginn 28. janúar kl. 8.30 - 12.00.

Sameiginleg dagskrá er frá kl. 8.30-10.00 en kl. 10.30-12.00 er boðið upp á fjölbreyttar málstofur þar sem samtökin fjalla um brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina.

Málstofa Samtaka iðnaðarins verður helguð vinnustaðanámi undir yfirskriftinni:

Þú færð pottþétt starf
- atvinnurekendur axla ábyrgð á vinnustaðanámi

Dagskrá:

Viðhorf og reynsla iðnnema af vinnustaðanámi: Niðurstöður viðtalsrannsóknar 
Dr. Elsa Eiríksdóttir lektor, Menntavísindasvið HÍ

Hvað eru fyrirtækin að gera vel?
Spjall um nám á vinnustað.
Stjórnandi: Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri SI

  • Friðrik Þór Erlingsson kjötiðnaðarmeistari, Esja Gæðafæði
  • Jón Svan Sverrisson fjármálastjóri, Svansprent
  • Magni Helgason mannauðsstjóri, ÍAV
  • Baldur Steinarsson framkvæmdastjóri, Rafmiðlun
  • Agnes Ósk Guðjónsdóttir meistari í snyrtifræði, GK snyrtistofu
  • Guðmundur Sveinsson framkvæmdastjóri, Héðinn 

Atvinnurekendur vilja axla ábyrgð
Katrín D. Þorsteindóttir forstöðumaður menntunar og mannauðs, SI

Sáttmála 150 fyrirtækja um vinnustaðanám fagnað með ljúffengum veitingum frá kokkunum á Vox. Til máls taka:

  • Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra
  • Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans
  • Guðrún Hafsteinsdóttir formaður SI 

Menntastofustjóri: Guðrún Hafsteinsdóttir

  NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

 

Efnisvalmynd