Fréttasafn10. feb. 2014

Morgunfundur Litla Íslands í Húsi atvinnulífsins

Föstudaginn 14. febrúar efnir Litla Ísland til morgunfundar í Húsi atvinnulífsins. Þar verður greint frá niðurstöðum stefnumótunarfundar Litla Íslands sem fram fór í nóvember og farið yfir starfið næstu vikur og mánuði. Ný verkefnastjórn Litla Íslands verður kynnt til leiks ásamt þjónustu sem litlum fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka stendur til boða.

Fundurinn fer fram í fundarsalnum Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl. 9-10. Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu og vonumst við til að sjá sem flesta.

Fundurinn markar upphafið að fundaröð Litla Íslands þar sem fjallað verður um ýmis hagsmunamál lítilla fyrirtækja.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Litla Ísland er vettvangur þar sem smá fyrirtæki (1-50 starfmenn) vinna saman óháð atvinnugreinum.
Litla Ísland var stofnað á Smáþingi 10. október 2013. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA eru bakhjarlar Litla Íslands.