Fréttasafn  • UTmessan 2013

3. feb. 2014

UT messan 2014 í Hörpu dagana 7. og 8. febrúar

UTmessan 2014 felur í sér marga spennandi viðburði en tilgangur hennar er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er í þeim tilgangi að fjölga þeim sem velja tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang.

Föstudaginn 7. febrúar verður haldin ráðstefna og sýning fyrir fagfólk þar sem fluttir verða á fimmta tug fyrirlestra um ýmis málefni tengd upplýsingatækni.

Laugardaginn 8. febrúar verður sýning og fræðsla með margs konar viðburðum fyrir alla aldurshópa. Þar verða m.a sýningarbásar helstu tölvu- og tæknifyrirtækja landsins, Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema, Örmessa þar sem flutt verða stutt og fróðleg erindi. Hægt verður að spreyta sig á forritun með aðstoð barna og sjá hvað hægt er að gera með Mindstorm LEGO kubbum og tækni, sjá hvernig þrívíddarprentarar virka, og kynnast nýjustu tækni í tölvuleikjum svo að nokkuð sé nefnt.

Aðgangur er ókeypis allan laugardaginn en húsið verður opið frá 10.00 – 17.00.

Nánari dagskrá er hægt að nálgast inn á www.utmessan.is