Region Midtjylland velur MainManager
Region Midtjylland hefur undirritað samning við ICEconsult um notkun á fasteigna og aðstöðukerfinu MainManager. Kerfið verður notað til að hagræða og halda utanum rekstur og viðhald á eignasafni Region Midtjylland, sem telur yfir 1.200.00 fermetra.
Öllum upplýsingum um eignasafnið verður safnað saman í MainManager með það fyrir augum að veita notendum öflugt yfirlit yfir verkefni, auðlindir, orkunotkun og kostnað tengdan fasteignum Region Midtjylland. Í fyrsta fasa innleiðingarinnar verður lögð áhersla á að koma öllum núverandi eignum Region Midtjylland inn í MainManager. Þess má geta að Region Midtjylland er með nokkur stór sjúkrahús í byggingu sem koma til með að vera skráð í kerfið að fyrsta fasa loknum.
Samningurinn er til fjögurra ára og var undirritaður eftir útboð og samkeppni við önnur sambærileg kerfi.
Region Midtjylland
Region Midtjylland er ein af fimm stjórnsýslueiningum Danmerkur. Helsta verkefni Region Midtjylland er að sjá um rekstur heilsugæslu. Í því felst t.d. rekstur, viðhald og þjónusta spítala, sjúkratryggingar, utanumhald almennra starfsmanna og sérfræðinga o.fl.
Starfsmenn Region Midtjylland eru um 30.000 talsins.