Fréttasafn  • Vinnuvélar

1. sep. 2010

Formaður SI hefur áhyggjur af framgangi vegaframkvæmda

Helgi Magnússon, formaður SI telur ástæðu til að óttast að uppstokkun í ríkisstjórn geti heft framgang samgönguframkvæmda hverfi núverandi samgönguráðherra úr stjórn. Helgi telur að Kristján Möller ráðherra hafi sýnt framkvæmdum mikinn áhuga og hætt sé við að stór verkefni sem séu við það að komast í gang með lánsfé frá lífeyrissjóðunum tefjist. Aðilar vinnumarkaðarins hafa hvatt mjög til aukinna framkvæmda. Við teljum að nú sé rétti tíminn til að leggja áherslu á samgönguframkvæmdir segir Helgi.

Helgi telur hættu á að þessi mál tefjist frekar en orðið er þar sem óljóst er hvernig nýr ráðherra muni taka á málum.