Fréttasafn  • Íslensk strönd

21. sep. 2010

Útflutningsaukning og hagvöxtur

 

Íslandsstofa kynnir ÚH 21 sem er markaðs- og þróunarverkefni fyrir fyrirtæki þar sem starfsmenn eða stjórnendur vinna með viðskiptahugmynd er varðar útflutning á vöru eða þjónustu. Verkefnið hefst um miðjan október. Það stendur í 12 mánuði og er skipt i þrennt.

Í fyrsta hluta er áhersla lögð á markaðs- og sölumál, markaðsstefnu, markaðsval og áætlanagerð. Annar hluti verkefnisins er um þjálfun í sölu- og samningatækni, sýningarþátttöku og kynningartækni. Samhliða er unnið að vöruaðlögun og markaðs- og kynningarefni fyrir erlenda markaðssetningu. Í þriðja hluta er farið í samstarf við erlenda ráðgjafa við að ná viðskiptasamböndum og síðan sölu. Þessi hluti er valkvæður fyrir þátttakendur.

Fjöldi í hverju verkefni er takmarkaður. Þeir sem hyggjast taka þátt í ÚH þurfa að verja a.m.k. þremur dögum í mánuði í aðgerðir tengdar verkefninu. Tveir dagar í hverjum mánuði fara í vinnufund. Reyndur ráðunautur vinnur með hverjum þátttakanda á meðan verkefninu stendur. Meistaranemar í viðskiptafræði við HÍ aðstoða þátttakendur við markaðsrannsókn og markaðsval. 

Allar nánari upplýsingar um verkefnið veitir:

Hermann Ottósson, forstöðumaður, ráðgjöf og fræðsla
hermann@islandsstofa.is