Fréttasafn



  • Reglugerð Reach

15. sep. 2010

Óskráð efni verða ekki heimil á markaði

Fyrirtæki, sem flytja inn efnavörur frá löndum innan Evrópu, þurfa að ganga úr skugga um að efnin séu skráð á lista yfir leyfð efni. Listinn er birtur á heimasíðu Efnastofnunar Evrópu.

Ef erlendi birgirinn skráir ekki efnið þá verður ólöglegt að hafa það á markaði eftir 1. nóvember. Nú hefur Efnastofnun Evrópu birt lista yfir efni sem þegar hefur verið tilkynnt um og önnur efni má ekki selja. Listinn er til upplýsinga fyrir þá sem nota eða selja efnin og gefur þeim færi á að kanna hvort þau verða lögleg á markaði eftir þennan fyrsta skráningardag skv. REACH reglugerðinni.

Þó efnið sé ekki á listanum núna þá er enn tækifæri því frestur til að skrá efnin rennur út þann 1. desember. Þá á að skrá efni sem eru framleidd eða flutt inn frá löndum utan EES í meira magni en 1000 tonn á ári og þau efni sem eru skilgreind sem hættuleg umhverfi og heilsu. Sjá nánar á upplýsingasíðu um REACH.