Fréttasafn



  • CE merkingar

22. sep. 2009

Promens Tempra hlýtur leyfi til CE merkinga

Promens Tempra hefur hlotið leyfi til að CE merkja byggingavöruframleiðslu sína. Fyrirtækið uppfyllir nú kröfur staðalsins ÍST EN 13163:2008 "Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu polystyrene (EPS) - Kröfur".

Promens Tempra hefur um langt árabil verið leiðandi  í framleiðslu á EPS plasteinangrun á Íslandi. Fyrirtækið uppfyllir nú kröfur staðalsins   ÍST EN 13163:2008 "Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu polystyrene (EPS) - Kröfur".

Promens Tempra hefur gefið út EC Samræmisyfirlýsingu sem byggð er á frumgerðarprófunum sem framkvæmdar hafa verið hjá Nýsköpunarmiðstöð iðnaðarins, sem er tilnefndur prófunaraðili og eru umræddar framleiðsluvörur fyrirtækisins nú CE merktar. 

Promens Tempra varð til við samruna Húsaplasts i Kópavogi og Stjörnusteins í Hafnarfirði. Við samrunann varð til stærsta fyrirtækið á sínu sviði á Íslandi í dag, með yfir 60 ára sameiginlega reynslu af framleiðslu úr EPS, (Expandable Polystyrene, í daglegu tali kallað frauðplast). Meginframleiðsla fyrirtækisins er húsaeinangrun og umbúðir úr EPS en einnig eru í boði ýmsir fylgihlutir til flutnings ferskra afurða sem og uppsetningar húsaeinangrunar.