Fréttasafn



Fréttasafn: september 2009 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

14. sep. 2009 : Styrkir til fyrirtækja með eigin fræðslu

Stjórn Starfsafls ákvað á fundi í morgun að gefa fyrirtækjum möguleika á að sækja um styrki til að kosta eigin fræðslu sem fram fer innan fyrirtækjanna með eigin leiðbeinendum.  Reglurnar fela í sér að heimilt er að veita styrki samkvæmt tilteknum verklagsreglum og eru þeir ætíð háðir samþykki stjórnar.

14. sep. 2009 : Spennandi fjárfestingar hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins

Á ársfundi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem haldinn var fyrir helgi var 6 mánaða uppgjör staðfest. Sjóðurinn var rekinn með 76 milljóna króna hagnaði fyrstu 6 mánuði ársins 2009. Fjárfest var fyrir rúman hálfan milljarð króna á fyrri hluta ársins. Sjóðurinn á nú hluti í 35 sprotafyrirtækjum og 3 samlagssjóðum.

11. sep. 2009 : Rekstrarstjórnun og vöruþróun í matvælaframleiðslu

Matís og HR bjóða upp á einstakt nám fyrir stjórnendur í matvælaframleiðslu. Markmið námsins er að efla almenna rekstrarkunnáttu nemenda og kynna þeim hagnýtar og sannreyndar aðferðir og vinnubrögð sem ýta undir rekstrarlegan árangur m.a. með betri stjórnun virðiskeðjunnar og markvissari samningum við birgja.

10. sep. 2009 : Athugasemd vegna fréttar á mbl.is um hreint og ómengað nautakjöt

Í frétt sem ber yfirskriftina Hreint og ómengað nautakjöt koma fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur íslenskum kjötiðnaði og verslun. En viðmælandinn, Þórarinn Jónsson bóndi, heldur því fram án þess að færa rök fyrir eða nefna dæmi um að víða sé þyngdaraukandi, vatnsbindandi efnum blandað saman við nautakjöt.

10. sep. 2009 : ÍAV með vottað gæðakerfi

ÍAV hefur náð þeim merka áfanga að vera fyrst íslenskra verktakafyrirtækja í alhliða verktakastarfsemi til að hljóta vottun samkvæmt ISO 9001:2008 staðlinum. Vottunin nær yfir alla starfsemi fyrirtækisins þar með talið þróunar-, hönnunar- og verkefnastýringu í bygginga- og mannvirkjagerð.

2. sep. 2009 : Sögubækur og sement

Talsverð umræða hefur verið um sölu sements á Íslandi á liðnum vikum. Þar hefur m.a. verið reynt að gera Samtök iðnaðarins tortryggileg og fullyrt að þau vilji einokun á sementsmarkaði. Undir þessu verður ekki setið lengur.

Síða 2 af 2