• Opni háskólinn

11. sep. 2009

Rekstrarstjórnun og vöruþróun í matvælaframleiðslu

Matís og HR bjóða upp á einstakt nám fyrir stjórnendur í matvælaframleiðslu. Markmið námsins er að efla almenna rekstrarkunnáttu nemenda og kynna þeim hagnýtar og sannreyndar aðferðir og vinnubrögð sem ýta undir rekstrarlegan árangur m.a. með betri stjórnun virðiskeðjunnar og markvissari samningum við birgja. Auk þess verður fjallað um vöruþróun og nýsköpun frá hráefni til neytenda. Farið verður yfir það hvar og hvernig má koma auga á tækifæri, hvernig tækifæri er flutt af hugmyndastiginu á þróunarstigið, stjórnun nýrrar þróunar, og loks hvernig nýrri þróun er komið á framfæri í formi nýs vöru eða þjónustuframboðs.

Námið stendur frá 2. október til 22. janúar 2010. Hvert námskeið er 8 klst.

Upplýsingar um námið veitir starfsfólk Opna háskólans í síma 599 6360 eða á stjórnmennt@opnihaskolinn.is

Sjá nánar á vefsíðu Matís.




Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.