Fréttasafn



  • Starfsafl

14. sep. 2009

Styrkir til fyrirtækja með eigin fræðslu

Stjórn Starfsafls ákvað á fundi í morgun að gefa fyrirtækjum möguleika á að sækja um styrki til að kosta eigin fræðslu sem fram fer innan fyrirtækjanna með eigin leiðbeinendum. Reglurnar fela í sér að heimilt er að veita styrki samkvæmt tilteknum verklagsreglum og eru þeir ætíð háðir samþykki stjórnar.

Stjórn og starfsmenn Starfsafls hafa orðið þess vör að sum fyrirtæki hafa neyðst til að draga úr eigin fræðslu vegna samdráttar í atvinnulífinu. Í flestum eða öllum tilvikum er um að ræða sérhæfða fræðslu sem ekki er hægt að kaupa frá sjálfstæðum fræðsluaðilum.  Litið verður sérstaklega á þetta atriði við mat á styrkhæfi. Má þar nefna þjálfun samkvæmt tilteknum þjálfunarferlum almennra starfsmanna t.d. í þjónustu og framleiðslu sérhæfðra vara. Það er von Starfsafls að hinar nýju reglur geri fyrirtækjum kleift að halda áfram gæðastarfi í fræðslu. Fyrirtækjum er bent á að hafa samband við Starfsafl (s. 510 7543/44) til að fá nánari upplýsingar.

Sjá nánar á www.starfsafl.is