Fréttasafn



  • Kyr_a_beit

10. sep. 2009

Athugasemd vegna fréttar á mbl.is um hreint og ómengað nautakjöt

Í frétt sem ber yfirskriftina Hreint og ómengað nautakjöt koma fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur íslenskum kjötiðnaði og verslun. En viðmælandinn, Þórarinn Jónsson bóndi, heldur því fram án þess að færa rök fyrir eða nefna dæmi um að víða sé þyngdaraukandi, vatnsbindandi efnum blandað saman við nautakjöt og að það sé opinbert leyndarmál að það sé bætt hrossakjöti, svínafitu, kartöflumjöli og öðru því sem mönnum detti í hug, saman við nautahakk.

Samtökum iðnaðarins er ekki kunnugt um íblöndun ýmissa annarra hráefna í nautahakk án þess að þess sé getið. Ef um blandað hakk er að ræða þá á að geta þess í merkingum á umbúðum. Viti viðmælandi mbl.is dæmi um annað ætti hann að geta fært rök fyrir því og þá þurfa yfirvöld að taka á því með viðeigandi hætti. Geti hann ekki fært rök fyrir því ætti hann umsvifalaust að draga orð sín til baka. 

Neytaendasamtökin fjalla um málið á vef sínum.

Sjá frétt mbl.is