Fréttasafn



  • Matur

23. sep. 2009

Rannsóknarþjónustan Sýni hefur opnað Matvælaskóla

Matvælafræðingar og ráðgjafar hjá Sýni halda námskeið sem fjalla um matvæli og meðhöndlun þeirra frá öllum hliðum, allt frá frumframleiðslu til neytanda. Námsefnið nær einnig yfir hollustu og fjölbreytta notkun matvæla og hráefnaval. Matvælaskólinn hjá Sýni er fyrir einstaklinga og hópa. Kennslan fer fram hjá Sýni, Lynghálsi 3. Einnig er boðið upp á námskeið í fyrirtækjum og stofnunum og er þá námsefnið aðlagað að þörfum hvers hóps fyrir sig.

Námsefnið er unnið af ráðgjöfum sem starfað hafa í mörg ár í matvælaiðnaði og byggir á áralangri reynslu þeirra af námskeiðahaldi, rannsóknarstörfum og samstarfi við fyrirtæki og fagmenn.

Dæmi um námskeið

Stofnun matvælafyrirtækja – Framtakið fékk styrk frá Starfsmenntaráði

Gæði og öryggi alla leið – HACCP námskeið

Gæði og öryggi í matreiðslu

Hollusta og matseld sem hópefli fyrir vinnustaði og vinahópa

Krydd í tilveruna

Gæðastjórnun í matvælaiðnaði – 190 stunda nám

Hollar kjötvörur – Unnar kjötvörur geta líka verið hollar

Krakkamatur – Hollur og bragðgóður

Innri úttektir / Sannprófun á gæðakerfum matvælafyrirtækja

Framhaldsnám – Gæðastjórnun í matvælaiðnaði

Einnig verður boðið upp á nám fyrir almenna starfsmenn í matvælafyrirtækjum og er stefnt að því að það nám verði metið til eininga á framhaldsskólastigi. Námsskráin er unnin í samstarfi við Starfsafl fræðslusjóð, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Eflingu stéttafélag, Landsmennt fræðslusjóð og Matvælastofnun.

Í framhaldi af því er hægt bæta við námskeiðum til að almennir starfsmenn verði hæfari til að vinna að/stjórna gæðamálum í matvælafyrirtækjum.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á vefsíðu Sýnis.