• Jón Steindór Valdimarsson

30. sep. 2009

Skortir vilja til verka

Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt, segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI, síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta.           

Samtök iðnaðarins hafa ítrekað gagnrýnt vinnubrögð stjórnvalda í tengslum við nýtingu orkuauðlinda og tengda atvinnustarfsemi. Á síðustu tveimur vikum hefur stjórn SI sent frá sér tvær ályktanir um þessi efni.

Það virðist uppi grundvallarágreiningur í þessum efnum í ríkisstjórninni, ágreiningur sem hún ræður ekki við. Það leiðir til þess að atvinnulíf í landinu líður, kreppan dregst á langinn og einstakir fjárfestar verða fyrir tjóni.

Haltu mér slepptu mér pólitík ríkisstjórnarinnar gengur ekki lengur. Úr þessu þarf að leysa án tafar, segir Jón Steindór.

Ályktun stjórnar SI frá 18.9.2009

Áskorun SI til stjórnvalda frá 27.9.2009