Fréttasafn  • Kjörís 40 ára

17. sep. 2009

Kjörís 40 ára

Kjörís fagnaði fjörtíu ára afmæli sínu með mikilli afmælishátíð í Hvera­gerði laugardaginn 29. ágúst. Að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöríss komu á bilinu 13-15 þúsund manns og gæddu sér á eins miklum ís og hver gat í sig látið. Mesta athygli vöktu þó ólíkindabrögðin svokölluðu en boðið var upp á túnfiskís, ORA grænar baunirís, kreppuís, Jalapenoís og margt fleira. „Vinsælastur var þó gamli góði vanilluísinn” segir Guðrún og bætir því að víst sé að allir hafi fundið ís við hæfi þennan sólríka dag í Hveragerði.

Í tilefni afmælisins var tónleikadagskrá á sviði þar sem tónlistarfólk úr Hvera­gerði steig á stokk og skemmti. Há­­punkt­ur­inn var síðan þegar Kjöríssöng­konan var gerð opinber og söng í fyrsta sinn opinberlega lag Magnúsar Þórs Sig­munds­sonar sem hljómað hefur á árinu í afmælisauglýsingu Kjörís. Kjöríssöng­konan er Klara úr Nylon og sló hún ræki­lega í gegn á afmælishátíðinni og söng sig inn í hjörtu viðstaddra með einstak­lega fallegum flutningi á lagi Magnúsar.

„Með þessu framtaki viljum við hjá Kjörís þakka landsmönnum öllum ára­langa tryggð við Kjörís. Við lítum björt­um augum til framtíðar“ sagði Guðrún að lokum.