• Seðlabanki Íslands

24. sep. 2009

Seðlabankinn herðir snöruna

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hættur að skilja vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum en þeir eru 12%. „Við erum búin að segja mánuðum saman að það sé ekki hægt að búa við þetta vaxtastig. Með þessu er snaran hert hægt að rólega að fyrirtækjum og heimilum í landinu."

Jón Steindór óttast að vegna ákvörðunar bankans muni aðilar vinnumarkaðarins eiga afar erfitt með að halda til streitu áformum sínum sem kveðið er á um í stöðugleikasáttamálanum.

„Það væri afskaplega skynsamlegt að tilkynna núna að bankinn ætli sér að endurskoða þetta í næsta mánuði áður en frestur sem stöðugleikasáttmálinn gerir ráð fyrir að vextir séu komnir niður í eins stafs tölu rennur út," segir Jón Steindór en bætir við að miðað við forsöguna sé hann ekkert alltof bjartsýnn á að það gerist.

Sjá frétt á visir.is