Fréttasafn



  • Teknís í Garðabæ

17. sep. 2009

Teknís og Leifur Breiðfjörð listamaður í samstarfi

Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vinnur að miklu málm- og glerlista­verki sem verður staðsett í St. Giles dóm­kirkjunni í Edinborg. Málm­iðnaðar­fyrir­tækið Teknís í Garðabæ vinnur að gerð verksins með honum.

St. Giles dómkirkjan er eitt af kenni­merkjum Edinborgar og fjölsóttur ferða­mannastaður. Yfir innganginum í kirkj­unni trónir glerlistaverk eftir Leif til minningar um þjóðskáld Skota, Robert Burns, og hefur það fyrir löngu haslað sér völl sem eitt merkasta listaverk Skot­lands. Nýja verkið sem hann vinnur nú að verður staðsett fyrir neðan glermynd­ina og verður hluti af innganginum í kirkjuna.

Málmhluti þessa nýja listaverks er viðamikið og vinnslan mjög vandasöm bæði listrænt og tæknilega séð. Málm­iðnaðarfyrirtækið Teknís vinnur verkið og beitir við það tölvustýrðum tæknibúnaði. Fyrirtækið var eftir vandlega skoðun val­ið úr hópi innlendra og erlendra fyrir­tækja til verksins enda uppfyllir það allar þær kröfur sem gerðar eru til þess að vinna svo flókið og vandasamt verk­efni.

Listaverkið verður svo sent til Skot­lands innan skamms og það sett upp í þessari fornfrægu kirkju.