• ILS

22. sep. 2009

Öll lán fari til Íbúðalánasjóðs

Til að tryggja jafnræði milli skuldara og auðvelda samræmdar aðgerðir er í umræðunni að Íbúðalánasjóður yfirtaki öll húsnæðislán bankanna. Jafnræði milli skuldara er lykilatriði í þessari umræðu og því má ekki gleyma að það eru fleiri en bankar sem hafa veitt húsnæðiskaupendum lán.

Til að liðka fyrir sölu á íbúðarhúsnæði hafa byggingaaðilar veitt lán. Komi til þess að Íbúðalánasjóður taki yfir húsnæðislán bankanna þarf sjóðurinn einnig að taka yfir þessi lán því aðeins þannig verður gætt jafnræðis. Byggingaaðilar eru í mjög þröngri stöðu og hafa ekki svigrúm til að lengja í lánum og því síður að fella hugsanlega niður hluta af höfuðstól. Því er aðkoma Íbúðalánasjóðs að þessum hluta íbúðarlána afar mikilvæg.

Samræmdar aðgerðir og jafnræði er því lykilatriði fyrir alla.