Fréttasafn  • M6

18. sep. 2009

Kynningarfundur um umbætur í virðiskeðju matvæla

Hvað er hægt að gera til að draga úr sóun við framleiðslu og dreifingu matvæla? Hverju skilar bætt meðferð og bætt upplýsingaflæði milli aðila í virðiskeðjunni? Opinn kynningarfundur verður á Grand hótel, fimmtudaginn 24. September, kl. 15.00-17.00.


Árleg velta í kjötiðnaði á Íslandi er áætluð um 25 milljarðar króna. Talið er að þar af tapist a.m.k. 5% eða 1250 milljónir vegna rýrnunar sem verður áður en varan kemst í hendur neytenda. Því er til mikils að vinna ef hægt er að draga úr þessari rýrnun.

Hvað er hægt að gera til að draga úr sóun við framleiðslu og dreifingu matvæla? Hverju skilar bætt meðferð og bætt upplýsingaflæði milli aðila í virðiskeðjunni?

Samtök iðnaðarins, Tækniþróunarsjóður, Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupás, AGR, Matís og Rannsóknarsetur verslunarinnar, boða til opins fundar þar sem kynntar verða niðurstöður þróunarverkefnis um þetta efni.

Staðsetning: Setrið, Grand Hótel Reykjavík

Tími: Fimmtudagur 24. september kl. 15-17

------------------------------

Dagskrá


Ávinningur af bættri meðferð og þekkingu á matvælum - Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur, Matís

Notkun upplýsingakerfa til að bæta framleiðslustýringu og minnka birgðakostnað - Einar Karl Þórhallsson og Hlynur Stefánsson, verkfræðingar AGR

Vörustjórnun ferskra matvæla – fordæmi og reynsla - Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar

Almennar umræður

------------------------------


Fundarstjóri: Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar, SI

Vinasamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið mottaka@si.is