Fréttasafn  • brjóstabolla 2012

22. maí 2012

Ein og hálf milljón safnaðist með sölu á brjóstabollunni

Landssamband bakarameistara, LABAK, stóð fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10 – 13. maí til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar brugðust vel við og buðu upp á brjóstabollur með kaffinu frá fimmtudegi til sunnudags um mæðradagshelgina. Alls söfnuðust 1.500.000,-  krónur með sölu á brjóstabollunni þessa daga. Jóhannes Felixson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, styrkinn á aðalfundi félagsins á dögunum.

Göngum saman efndi til hressingargöngu víða um land á mæðradaginn. Gangan var vel heppnuð og þátttaka góð um allt land þrátt fyrir að veður hefði mátt vera betra en alls tóku um 1400 manns þátt í göngum félagsins.

Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar  styrkjum í október ár hvert. Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 22 milljónir króna í styrki. Göngum saman  leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.