Fréttasafn



  • Vaxtarsprotinn 2011

3. maí 2012

VAXTARSPROTINN 2012 afhentur á morgun – fjögur fyrirtæki tilnefnd

Vaxtarsprotinn árið 2012 verður veittur við hátíðlega athöfn í Grasagarðinum í Laugardal (Kaffihús Flóran) á morgun 4. maí klukkan 8.30.

 

Vaxtarsprotinn er viðurkenning sem veitt er á vegum Samtaka iðnaðarins, Rannsóknamiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík. Tilgangurinn er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Tilnefnt er í tveimur flokkum. Fyrirtækin Valka og Orf Líftækni eru tilnefnd í flokki fyrirtækja með ársveltu á bilinu 100-1000 milljónir króna. Kvikna og Thorice eru hins vegar tilnefnd í flokki fyrirtækja með ársveltu á bilinu 10-100 milljónir króna.

Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra mun afhenda viðurkenningar og Vaxtarsprotann 2012.