Fréttasafn



23. apr. 2014

Stjörnugarðar með D-vottun

Stjörnugarðar ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Stofnandi Stjörnugarða er Þórir Kr. Þórisson skrúðgarðyrkjumeistari. Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 2-8 starfsmenn yfir árið, en flestir starfsmenn eru yfir sumarið þegar mest er að gera.

Stjörnugarðar eru vaxandi fyrirtækti sem leggur mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og endingu verka.

Meðal þess sem Stjörnugarðar sinna eru hellulagnir, hleðslur, almenn jarðvinna, snjómokstur og trjáklippingar.