Fréttasafn



21. jún. 2016 Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Endurvinnslan fær umhverfisvottun

Endurvinnlan hf. er komin með umhverfisvottunarstaðalinn ISO 14001. Áherslur fyrirtækisins í gegnum árin hafa verið náttúru- og umhverfisvernd. Var fyrirtækið eitt hið fyrsta hér á landi sem var stofnað sérstaklega um endurvinnslu og umhverfisvernd árið 1989. Með umhverfisvottuninni mun áhersla fyrirtækisins verða skýrari og markvissari.