Málþing um umbætur á raforkumarkaði
Hinn kunni hagfræðingur Lars Christensen hefur unnið ítarlega skýrslu um íslenskan raforkumarkað að beiðni Samtaka iðnaðarins. Lars kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar á opnum fundi fimmtudaginn 2. júní kl. 8.30-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Heiti skýrslunnar er Our Energy 2030 og er þar að finna greiningu á raforkumarkaðnum á Íslandi, samkeppnishæfnin er skoðuð og rýnt er í helstu áskoranir sem framundan eru. Ekkert land í heiminum framleiðir meiri raforku á hvern mann en Ísland. Iðnaðurinn á Íslandi notar um 80% þessarar orku og er nýting hennar uppspretta um fjórðungs útflutningstekna landsins.
Lars Christensen er danskur hagfræðingur sem hefur sérhæft sig í alþjóðahagfræði, málefnum nýmarkaðsríkja og peningahagfræði. Lars hefur yfir tuttug ára reynslu úr fjármálageiranum og stjórnsýslu. Hann er stofnandi og eigandi Markets and Money Advisory og situr meðal annars í ráðgjafaráði Adam Smith stofnunarinnar í London.
Lars hefur lengi fylgst náið með efnahags- og atvinnumálum á Íslandi og þekkir vel aðstæður hér á landi. Í fyrsta skipti beinir hann sjónum sínum að orkumálum á Íslandi þar sem einblínt er á skilvirkni, samkeppnishæfni og gagnsæi í orkugeiranum.
Dagskrá fundarins:
-
Ávarp – Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
-
Our Energy 2030 – Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur, kynnir skýrsluna
-
Umræður um skýrsluna – Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri KPMG, Jóhann Þór Jónsson, formaður Data Center Iceland og Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI
Fundarstjóri er Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI.