Bætt umgjörð nýsköpunar
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI, hrósar stjórnvöldum og Alþingi fyrir að hafa náð að koma breytingum fyrir nýsköpunarfyrirtæki í gegn fyrir þinghlé og að þær séu nauðsynlegar til að halda í við þróun og harða samkeppni frá nærliggjandi löndum. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali Ásgeirs Ingvarssonar við Davíð í Morgunblaðinu.