Fréttasafn  • Borgartún 35

29. jún. 2011

Framkvæmdastjóri SI: Nú er tækifæri að auka öryggi á vegum og efla hagvöxt

Á opnum fundi SA um samgöngumál sem fram fór í morgun sagði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, að nýjar samgönguframkvæmdir snúist um að auka öryggi á vegum auk þess að skapa ný störf og efla hagvöxt. Tækifærið sé til staðar, framleiðsluslaki nú sé meiri en í tæpa hálfa öld og atvinnuleysi mikið. Fjárfesting þjóðarbúsins í heild nemi nú 13% af landsframleiðslu en hefði numið 25% á síðustu áratugum. Einkaneysla væri lítil og útflutningur taki ekki við sér þrátt fyrir lágt gengi krónunnar. Orri sagði kjarasamninga til þriggja ára gera ráð fyrir öflugum hagvexti en þeir væru bjarnargreiði ef það brygðist.

Ræðumenn auk Orra voru Kristján Möller, alþingismaður og formaður iðnaðarnefndar, og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. 

Sjá nánar »