Fréttasafn  • gongum-saman

9. jún. 2011

Göngum saman fær styrk frá Landssambandi bakarameistara

Síðastliðinn mánudag fékk styrktarfélagið Göngum saman afhentan styrk að upphæð 1.080.000,- krónur. Fénu söfnuðu félagsmenn Landssambands bakarameistara (LABAK) með sölu á Brjóstabollunni um mæðradagshelgina.

Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Jóhannes Felixson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, styrkinn við upphaf vikulegrar göngu félagsins í Laugardalnum í Reykjavík.

Göngum saman færir félagsmönnum LABAK bestu þakkir fyrir stuðninginn.