Fréttasafn  • Borgartún 35

27. jún. 2011

Opinn fundur um samgöngumál á miðvikudaginn 

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um samgöngumál
miðvikudaginn 29. júní  kl. 8.30 - 10.00 á Grand Hótel Reykjavík - Gullteig.

Þar verður fjallað um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt.

Ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram fjárfestingar- og hagvaxtaráætlun, sem liggja átti fyrir í lok maí, en fjárfestingar eru lykilforsenda þess að hér náist 4-5% hagvöxtur á árunum 2012 og 2013. Arðbærar samgöngufjárfestingar skipta þar miklu máli en aukinn hagvöxtur er forsenda þess að atvinnulífið rísi undir nýgerðum kjarasamningum og að unnt verði að auka kaupmátt fólks á næstu árum. SA telja að atvinnuleiðin sé eina færa leiðin fyrir þjóðina út úr kreppunni með auknum umsvifum á öllum sviðum atvinnulífsins.

Frummælendur á samgöngufundi SA eru Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Kristján Möller, alþingismaður og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Fundarstjóri er Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

SMELLTU TIL AÐ SKRÁ ÞIG