Fréttasafn  • stefnumót2011

27. jún. 2011

Velheppnað stefnumót fyrirtækja og stofnana á heilbrigðissviði

Síðastliðinn föstudag fór fram, stefnumót fyrirtækja og stofnana á heilbrigðissviði í húsakynnum Háskólans í Reykjavík.

Stefnumótið var fjölsótt og þótti takast vel.

Tilgangurinn með stefnumótinu var að efna til og skilgreina samstarfsverkefni ólíkra aðila um betri lausnir fyrir minna fé í íslensku heilbrigðiskerfi. Verkefni  sem fela í sér tækifæri til verðmætasköpunar og útflutnings fyrirtækja í greininni.

Tekið var mið af þörfum helstu lækningarsviða sem kalla á lausnir sem fyrirtæki geta tekið þátt í að þróa í samstarfi við heilbrigðisstofnanir. Fulltrúar heilbrigðistofnana og læknasviða kynntu þannig þarfir sínar og hugmyndir að samstarfi. Þá var fjöldi fyrirtækja með örkynningar á þróunarverkefnum og lausnum sem þau hafa unnið að. Að kynningum loknum var síðan efnt til vinnustofa þar sem áhugasamir samstarfsaðilar gátu rætt saman, kannað samstarfsgrundvöll nánar og ákveðið framhald ef áhugi væri fyrir hendi.

Á stefnumótinu voru kynntar margs konar þarfir í leit að lausnum og lausnir í leit að þörfum. Meðal þarfa sem kynntar voru má nefna þörfina fyrir aukna samhæfingu upplýsingakerfa, lækningatækja og ferla á hinum ýmsu lækningasviðum sem kom skýrt frá hjá Birni Jónssyni yfirmanni heilbrigðis- og tölvutækni hjá LSH. Þá var líka bent á augljós tækifæri sem tengjast nýju háskólasjúkrahúsi. Þarfir í tengslum við öldrunarþjónustu og eldri borgara t.d. varðandi „brot og byltur“ voru einnig  ræddar. Hreyfing, öndun og líkamsstaða varðandi röntgenmyndatökur. Einnig var rætt um þörf í tengslum við svefn- og öndunartruflanir og vanda varðandi mælingar og eftirlit með hjartasjúklingum.

Meðal lausna sem kynntar voru má nefna margvíslegt tölvu- og upplýsingakerfi til úrvinnslu tímaráða sem tengjast lækningaferlum, öryggisstjórnun og aðstöðustjórnun (facility management). Þá voru rædd verkefni í tengslum við náttúrulyf og meðferðir og klínískar rannsóknir í því sambandi. Þá komu fram ýmsar verkefnishugmyndir á sviði, krabbameinslækninga, hjartalækninga, blóðrannsókna og svefnlækninga.

Stefnumótið var haldið í framhaldi af fundi sem Samtök iðnaðarins og Hátækni- og sprotavettvangur efndu til í nóvember sl. þar sem fjárlögin voru rýnd með augum nýsköpunar. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði, þar á meðal fimm ráðherrar, voru sammála um nauðsyn þess að finna nýjar leiðir til að halda uppi þjónustu hins opinbera og helst bæta hana fyrir minna fé en áður. Sjá umfjöllun um fund.

Í tengslum við nýgerða kjarasamninga gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að hrinda af stað aðgerðum sem lagðar voru til í kjölfar fundarins í nóvember. Tillögurnar má sjá hér.   

Fyrirtæki og stofnanir munu á næstu vikum kanna frekar samstarfsgrundvöll sín á milli sem getur falið í sér prófanir á tilbúnum lausnum, þróun á nýjum notkunarsviðum, samstarfi við erlend fyrirtæki, stofnanir og umsóknir í Tækniþróunarsjóð og fleiri fjármögnunarleiðir. Í gangi er samstarfsverkefni á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur það markmið að auðvelda samstarf fyrirtækja og stofnana á heilbrigðissviði. Ætlunin er m.a. að koma upp samstarfsvettvangi með þátttöku allra Norðurlandanna sem auðveldar fyrirtækjum að koma sínum lausnum á framfæri, þar sem að stofnanir geta kallað eftir lausnum og þar sem veitt verður aðstoð við að koma á samstarfi. Sjá nánar hér og hér og hér

Fyrirtæki og stofnanir sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar hafi samband við Hauk Alfreðsson, haukur@si.is hjá Hátækni- og sprotavettvangi eða Davíð Lúðvíksson, david@si.is hjá SI.

EYÐUBLAÐ FYRIR VERKEFNI

GLÆRUR FYRIRLESARA

Tilgangur og fyrirkomulag fundar – reynsla úr öðrum greinum
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI

Þarfirnar í heilbrigðiskerfinu
Björn Zoëga,forstjóri  LSH

Samhæfing lækningaferla, tæknibúnaður og gagnavinnsla
Björn Jónsson, upplýsingatæknisvið LSH

Hagkvæmar lausnir í samstarfi fyrirtækja og stofnana
Perla Björk Egilsdóttir, SagaMedica og formaður SHI

Dæmi um lausnir þróðaðar í samstarfi fyrirtækja, lækna og stofnana
Þórður Helgason, LSH og dósent við HR

Fjármögnun og matsaðferðir, íslensk, norræn og evrópsk samvinna
Sigurður Björnsson og Björn V. Ágústsson, Rannís

Er Landspítalinn spennandi partner fyrir samstarf að nýsköpunarverkefnum? Hvað er verið að gera til að auðvelda slíkt samstarf ?
Kristján Erlendsson, læknir, framkvæmdastjóri Vísinda-, mennta og nýsköpunarsviðs Landspítala

ÖRKYNNINGAR

Besta skinn (MÓA)

Stiki

IceConsult

TM Software

Össur

NoxMedical

Bio-Gels Pharmaceuticals

Stjörnu-Oddi

Iceland CardioPharma

ValaMed