Fréttasafn



  • SagaMedica á vörusýningu

28. jan. 2013

Perla Björk Egilsdóttir nýr framkvæmdastjóri SagaMedica

Perla Björk Egilsdóttir tók um áramótin við stöðu framkvæmdastjóra hjá SagaMedica. Hún tók við af Þráni Þorvaldssyni sem stýrt hefur fyrirtækinu frá stofnun þess. Hann mun mun nú einbeita sér að ýmsum verkefnum, m.a. að frekari viðskiptaþróun fyrir SagaMedica á erlendum mörkuðum.

Perla hefur starfað hjá SagaMedica frá árinu 2008 sem markaðsstjóri fyrirtækisins, hún er lífefnafræðingur að mennt og hefur reynslu af markaðssetningu í lyfjageiranum.

Framleiðsluvörur SagaMedica byggja á áralöngu rannsóknastarfi sem Dr. Sigmundur Guðbjarnason hóf fyrir rúmum tveimur áratugum.

SagaMedica lauk nýverið klínískri rannsókn á SagaPro, sem er notað við blöðruvandamálum. Rannsóknin er í raun framhald af fyrra rannsóknastarfi.